Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútin Rússlandsforseti munu væntanlega hittast á fundi í Sádi-Arabíu þar sem þeir munu ræða um að binda endi á stríð Rússlands og Úkraínu.
Trump greindi fréttamönnum frá þessu í gærkvöld en hann og Pútín ræddu saman í síma í eina og hálfa klukkustund í gær þar sem Pútín mun hafa tjáð Trump að mögulegt væri að finna langtíma lausn á stríðinu, sem hófst þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir þremur árum.
Trump, sem sagði í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í janúar að hann gæti stöðvað stríðið á einum degi, sagðist gera ráð fyrir því að funda með Pútín í Sádi-Arabíu og bætti því við að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sem gegndi lykilhlutverki í fangaskiptum Rússlands og Bandaríkjanna í vikunni, myndi taka þátt í viðræðunum.
Trump setti sig einnig í samband við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta eftir símatalið við Pútín í gær og sagði Selenskí að þeir hafi rætt leiðir til að stöðva stríðið.