Macron heldur neyðarfund í París

Macron hefur boðað evrópska ráðamenn til fundar.
Macron hefur boðað evrópska ráðamenn til fundar. AFP/Julien de Rosa

Evrópskir þjóðarleiðtogar munu koma saman til neyðarfundar í næstu viku. Umræðuefnið er ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að taka yfir friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Trump og Vla­dimír Pút­in Rúss­lands­for­seti munu líklega hitt­ast á fundi í Sádi-Ar­ab­íu á næstu vikum þar sem þeir munu ræða um að binda endi á stríð Rúss­lands og Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt að leitað verði til leiðtoga í Evrópu en að þeir muni ekki taka þátt í viðræðunum. 

Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, segir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi boðað til leiðtogana saman og að fundurinn fari fram í París. The Guardian greinir frá því að líklegt sé að fundurinn verði haldinn á morgun. 

Skrifstofa forsætisráðherra Bretlands hefur staðfest að Sir Keir Starmer forsætisráðherra muni sækja fundinn. Síðar í vikunni mun Starmer eiga fund með Trump í Washington. 

Heimildarmenn Guardian greina frá því að líklegt sé að Macron hafi boðið framkvæmdastjóra NATO og leiðtogum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands á fundinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert