Allir fimm á batavegi

Lögregluborði og lögreglubifreið sést hér við skólann í Örebro.
Lögregluborði og lögreglubifreið sést hér við skólann í Örebro. AFP

Allir þeir sem særðust í skólaskotárás í Örebro eru á batavegi. Tíu létust í árásinni og sex særðust, þar af fimm sem lágu þungt haldnir á bráðadeild.

Samkvæmt yfirlýsingu frá svæðisspítalanum í Örebro eru sjúklingarnir allir á batavegi.

Skotmaðurinn var hinn 35 ára Rickard Andersson, sem réðst á fólkið og beindi svo byssunni á sjálfan sig.

Lögregla hefur enn ekki tjáð sig um það hver hvati árásarinnar var en kynþáttahyggja er sögð meðal þess sem lögregla er að rannsaka. Mörg fórnarlambanna eru af erlendu bergi brotin.

Anderson var áður nemandi við Risbergska-háskólann en hafði ekki sótt skólann frá því árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka