Allir fimm á batavegi

Lögregluborði og lögreglubifreið sést hér við skólann í Örebro.
Lögregluborði og lögreglubifreið sést hér við skólann í Örebro. AFP

All­ir þeir sem særðust í skóla­skotárás í Öre­bro eru á bata­vegi. Tíu lét­ust í árás­inni og sex særðust, þar af fimm sem lágu þungt haldn­ir á bráðadeild.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu frá svæðis­spít­al­an­um í Öre­bro eru sjúk­ling­arn­ir all­ir á bata­vegi.

Skot­maður­inn var hinn 35 ára Rickard And­ers­son, sem réðst á fólkið og beindi svo byss­unni á sjálf­an sig.

Lög­regla hef­ur enn ekki tjáð sig um það hver hvati árás­ar­inn­ar var en kynþátta­hyggja er sögð meðal þess sem lög­regla er að rann­saka. Mörg fórn­ar­lambanna eru af er­lendu bergi brot­in.

And­er­son var áður nem­andi við Ris­bergska-há­skól­ann en hafði ekki sótt skól­ann frá því árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert