Farþegaþota hafnaði á hvolfi við lendingu

Þotan var að koma frá Minneapolis.
Þotan var að koma frá Minneapolis.

Mikill viðbúnaður er á Pearson-flugvellinum í Toronto í Kanada vegna farþegaþotu sem hafnaði á hvolfi við brotlendingu. 

Í tísti flugvallarins á miðlinum X segir að flugvélin sé á vegum flugfélagsins Delta og hafi komið frá Minneapolis. Viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir á vettvang.

CBC greinir frá því að átta manns séu komnir undir læknishendur. Minnst einn er alvarlega slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert