Mikill viðbúnaður er á Pearson-flugvellinum í Toronto í Kanada vegna farþegaþotu sem hafnaði á hvolfi við brotlendingu.
Í tísti flugvallarins á miðlinum X segir að flugvélin sé á vegum flugfélagsins Delta og hafi komið frá Minneapolis. Viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir á vettvang.
CBC greinir frá því að átta manns séu komnir undir læknishendur. Minnst einn er alvarlega slasaður.
Toronto Pearson is aware of an incident upon landing involving a Delta Airlines plane arriving from Minneapolis. Emergency teams are responding. All passengers and crew are accounted for.
— Toronto Pearson (@TorontoPearson) February 17, 2025