Scholz: Evrópa og Bandaríkin verða að vinna saman

Scholz ræddi við blaðamenn að fundi loknum.
Scholz ræddi við blaðamenn að fundi loknum. AFP/Behrouz Mehri

Þýskalandskanslari Olaf Scholz segir Evrópu og Bandaríkin ávallt verða að vinna saman að öryggismálum. 

Þetta kom fram í máli kanslarans eftir neyðarfund evrópskra þjóðleiðtoga sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði í gær.

Umræðuefni fundarins var ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að taka yfir friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands. 

Scholz svaraði spurningum blaðamanna að fundi loknum.  

Ekki tímabært að ræða evrópskan her

„Það má ekki vera neinn ágreiningur um öryggi og ábyrgð á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Atlantshafsbandalagið byggir á því að við vinnum alltaf saman og deilum áhættunni og þannig tryggjum við öryggi okkar,“ segir Scholz. 

Spurður hvernig honum lítist á evrópskan her, líkt og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir, sagði Scholz að ótímabært væri að ræða slíkar hugmyndir og að þær væru mjög „óviðeigandi“ á þessu stigi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert