Kieth Kellogg, erindreki Bandaríkjamanna, segir að engum samningum verði þröngvað upp á Úkraínumenn en til stendur að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, muni hitta Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, síðar í dag til að ræða frið í Úkraínu.
Kellogg mun sjálfur hitta Volodimír Selenskí í Kænugarði síðar í vikunni.
Leiðtogar í Evrópu hittust í gær til að fara yfir stöðuna ásamt háttsettum embættismönnum í Atlantshafsbandalaginu. Eru leiðtogarnir sagðir undrandi og um leið uggandi yfir ákvörðun Donalds Trumps um að hitta Rússa án aðkomu Evrópu.
Fulltrúar ríkisstjórnar Donalds Trumps eru sagðir hafa sent spurningalista til Evrópulanda þar sem þau eru spurð hvort þau séu tilbúin að senda friðargæsluliða til Úkraínu ef samkomulag næst um frið á svæðinu.