Varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, ætlar að koma á fót sérstakri stofnun innan varnarmálaráðuneytisins sem á að sjá um „sjálfviljuga“ brottför íbúa Gasasvæðisins.
Ákvörðunin kemur eftir að Ísraelar lýstu yfir stuðningi við tillögu Bandaríkjamanna um að taka yfir landsvæði Palestínumanna. Donald Trump lagði nýverið til að Palestínumenn yrðu fluttir burt frá Gasa þar sem svæðið hefði eyðilagst eftir 15 mánuði af átökum.
Fyrr í þessum mánuði gaf Katz út tilskipanir til ísraelska hersins um að undirbúa sjálfviljugu brottflutningana.
Katz tilkynnti um áform stofnunarinnar á fundi í dag en þar fór hún yfir hvernig komið verði á fót áætlun sem aðstoði Palestínumenn að flytja sjálfviljugir til þriðja lands. Munu þeir meðal annars fá áætlanir um hvernig sé hægt að koma sér til tiltekins lands með hvaða ferðamáta sem er.