„Of margir Bandaríkjamenn hafa barist og dáið til að vernda lýðræðið. Við verðum að standa með bandamönnum okkar í Evrópu gegn valdhyggju Pútíns og Trumps,“ skrifar Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í nýrri yfirlýsingu.
Vitnar hann til orða Winstons Churchill, fyrrum forsætisráðherra Breta: „Lýðræði er versta stjórnarformið fyrir utan öll þau stjórnarform sem reynt hefur verið á.“
Winston Churchill was right: "Democracy is the worst form of government except for all those other forms that have been tried.”
— Bernie Sanders (@SenSanders) February 19, 2025
Too many Americans have fought and died defending democracy. We must stand with our European allies against the authoritarianism of Putin and Trump.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn að undanförnu og meðal annars kennt Úkraínumönnum um innrásarstríð Rússa í Úkraínu og kallað forseta landsins, Volodimír Selenskí, einræðisherra.
Fer hann með margar rangfærslur í nýjustu yfirlýsingu sinni sem greint var frá síðdegis í dag, þar sem hann segir meðal annars að milljónir manna hafi látið lífið í stríðinu.