Kallar eftir samstöðu gegn Trump og Pútín

Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður.
Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður. AFP

„Of margir Bandaríkjamenn hafa barist og dáið til að vernda lýðræðið. Við verðum að standa með bandamönnum okkar í Evrópu gegn valdhyggju Pútíns og Trumps,“ skrifar Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í nýrri yfirlýsingu.

Vitnar hann til orða Winstons Churchill, fyrrum forsætisráðherra Breta: „Lýðræði er versta stjórnarformið fyrir utan öll þau stjórnarform sem reynt hefur verið á.“

Rangfærslur í nýrri yfirlýsingu

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn að undanförnu og meðal annars kennt Úkraínumönnum um innrásarstríð Rússa í Úkraínu og kallað forseta landsins, Volodimír Selenskí, einræðisherra.

Fer hann með margar rangfærslur í nýjustu yfirlýsingu sinni sem greint var frá síðdegis í dag, þar sem hann segir meðal annars að milljónir manna hafi látið lífið í stríðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert