„Konungurinn lengi lifi“

Donald Trump.
Donald Trump. Ljósmynd/Hvíta húsið

Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir sér við konung á samfélagsmiðli sínum Truth Social og stuttu síðar birtist mynd af Trump með kórónu á höfði í færslu Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X.

Trump birti færsluna í tilefni þess að með forsetatilskipun hafi hann komið í veg fyrir að yfirvöld í New York innleiði gjald til að koma í veg fyrir umferðarteppur í borginni.

„Umferðargjaldið er dautt. Manhattan og allri New York er borgið. Konungurinn lengi lifi,“ skrifar Trump í færslu á Truth Social.

Á samfélagsmiðlinum X vitnar Hvíta húsið í færslu Trumps og deilir gerviforsíðu tímaritsins Times sem sýnir Trump brosandi í jakkafötum með kórónu á höfðinu og á forsíðu birtist textinn: „Konungurinn lengi lifi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert