„Óvenjulegur atburður“

Þrjú herskip sáust innan ástralskrar lögsögu. Myndin er úr safni.
Þrjú herskip sáust innan ástralskrar lögsögu. Myndin er úr safni. AFP

Áströlsk stjórnvöld fylgjast grannt með þremur kínverskum herskipum sem sigldu utan austurstrandar landsins í gær. Varnarmálaráðherra landsins segir þetta óvenjulegt. 

„Við fylgjumst vel með þeim og munum fylgjast með öllum ferðum. Þetta er ekki fordæmalaust en þetta er óvenjulegur atburður,“ sagði Richard Marles, varnarmálaráðherra Ástrala. 

Lagði ráðherrann áherslu á að skipin væru ekki ógn og að þau væru að „taka þátt í samræmi við alþjóðlög“.

Lengi hafa verið átök á milli Kínverja og Ástralíu um loftrýmis- og siglingaleiðir í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu. 

Á síðasta ári var kínversk orrustuþota sökuð um að hafa stöðvað ástralska Seahawk-þyrlu í alþjóðlegri lofthelgi með því að varpa blysum á flugleið hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert