Sprengingar í strætisvögnum í Ísrael

Myndskeið af einum strætisvagnanna í ljósum logum birtist nú fyrir …
Myndskeið af einum strætisvagnanna í ljósum logum birtist nú fyrir skömmu á samfélagsmiðlinum X. Skjáskot/X

Öll umferð strætisvagna og lesta hefur verið stöðvuð í Ísrael að skipun Miri Regev samgönguráðherra eftir að þrír strætisvagnar sprungu nú fyrir skömmu í borginni Bat Yam við Miðjarðarhafsströnd Ísraels, en borgin er skammt sunnan Tel Aviv.

Voru vagnarnir staðsettir annars vegar á stæði í borginni og hins vegar á götu þar og leitar lögregla nú sökudólga, en engan sakaði í sprengingunum.

Uppfært kl. 21:40:

Sprengjusveit lögreglu hóf leit í grennd við vagnana sem sprungu til þess að fullvissa sig um að þar leyndust ekki fleiri sprengjur eða áhöld er valdið gætu sprengingum. Kveðst hún rannsaka málið með tilliti til þess að um „hugsanlega árás“ hafi verið að ræða.

Times of Israel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert