Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sakar Hamas-hryðjuverkasamtökin um grimmilegt brot á vopnahléssamningum með því að hafa ekki afhent lík Shiri Bibas í gær.
Ísraelski herinn tilkynnti Bibas-fjölskyldunni að líkin sem Hamas-hryðjuverkasamtökin afhentu Rauða krossinum í gær hafi verið að börnunum Ariel og Kfir Bibas en þriðja líkið reyndist ekki vera af móður þeirra, Shiri Bibas.
„Við munum bregðast við af ákveðni til að koma Shiri heim ásamt öllum okkar föngum, bæði lifandi og og látnum, og tryggja að Hamas greiði fullt verð fyrir þetta grimmilega brot á samningum,“ segir Netanjahú í yfirlýsingu.
„Á ólýsanlega tortrygginn hátt skilaði Hamas Shiri ekki til litlu barnanna sinna, litlu englanna, heldur settu lík konu frá Gasa í kistuna. Grimmd Hamas-skrímslanna á sér engin takmörk,“ segir ísraelski forsætisráðherrann enn fremur.