Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ekki mjög mikilvægt fyrir Volodimír Selenskí Úkraínuforseta að vera viðstaddur samningaviðræðurnar, sem miða að því að binda enda á stríð Rússlands í Úkraínu.
„Ég tel hann ekki mjög mikilvægan á þessum fundum,“ sagði Trump í viðtali við Fox News.
„Hann hefur verið þarna í þrjú ár. Hann gerir það að verkum að það er mjög erfitt að semja.“