Trump vill fá Pútín og Selenskí saman á fund

Trump á blaðamannafundi fyrr í kvöld.
Trump á blaðamannafundi fyrr í kvöld. AFP/Jim Watson

Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst vilja fá Rússlandsforseta og Úkraínuforseta saman á fund til þess að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu.

Þetta sagði hann við blaðamenn í Hvíta húsinu fyrr í kvöld.

„Ég held að Pútín forseti og Selenskí forseti verði að koma saman. Því við viljum hætta að drepa milljónir manna,“ sagði Trump.

Selenskí: Evrópa þarf að gera meira

Selenskí hélt sjónvarpsávarp fyrir landsmenn sína fyrr í kvöld þar sem hann sagði að Evrópa þyrfti að gera meira til að tryggja frið.

„Evrópa verður og getur gert miklu meira til að tryggja að friður komist á,“ sagði hann.

Selenskí hefur í dag rætt við þjóðarleiðtoga Þýskalands, Svíþjóðar, Póllands og Króatíu en undanfarna daga hefur verið mikill hiti á milli Selenskís og Trumps.

Trump sagði meðal annars á dögunum að Selenskí væri einræðisherra.

Vill sanngjarna samninga um jarðefni

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps hef­ur kraf­ist þess að Úkraína und­ir­riti samn­ing sem veit­ir stjórn­völd­um í Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum lands­ins, sem Selenskí hafnaði áður.

Núna virðist þó vera komið annað hljóð í strokkinn hjá Selenskí en hann er sagður tilbúinn að ganga til samninga um sjaldgæf jarðefni.

Hann tekur þó fram að samningar þurfi að vera sanngjarnir og til hagsbóta fyrir báðar þjóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka