Hnífstunguárás í Frakklandi: Einn látinn og fimm sárir

Einn er sagður látinn eftir stunguárás á frönskum markaði.
Einn er sagður látinn eftir stunguárás á frönskum markaði. AFP/Sebastien Bozon

Einn er sagður látinn og minnst fimm sárir í kjölfar þess er árásarmaður vopnaður eggvopni lét til skarar skríða á markaði í franska bænum Mulhouse. Hefur lögregla handtekið grunaðan árásarmann og reyndist nafn hans á lista frönsku lögreglunnar yfir aðila sem talið er líklegt að geti gert hryðjuverkaárásir.

Uppfært kl. 17:50:

Grunaður árásarmaður er 37 ára gamall og var handtekinn á vettvangi. Hafa AFP-fréttastofan og útvarpsstöðin France Info, sem heyrir undir franska ríkisútvarpið, eftir saksóknara í Mulhouse, sem er í Austur-Frakklandi, að nafn mannsins sé skráð á forvarnalista yfir aðila sem mögulega gætu látið til skarar skríða.

Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og lögregla eru á vettvangi árásarinnar í Mulhouse …
Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og lögregla eru á vettvangi árásarinnar í Mulhouse í Austur-Frakklandi nú síðdegis. AFP/Sebastien Bozon

Breska dagblaðið The Mirror greinir frá því að einhverjir viðstaddra hafi heyrt árásarmanninn æpa nafn Allah, guðs íslamskra, í ákallinu „Allahu Akbar“.

BBC

DNA

The Mirror

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert