Páfa gefið blóð

Kerti með mynd Frans páfa við fótskör styttunnar af Jóhannesi …
Kerti með mynd Frans páfa við fótskör styttunnar af Jóhannesi Páli II páfa við Gemelli-sjúkrahúsið þar sem Frans liggur nú sjúkur. Jóhannes Páll II heimsótti Ísland í júní 1989 og kyssti jörðina á Keflavíkurflugvelli við komuna niður landgang einkaþotu sinnar. AFP/Alberto Pizzoli

Frans páfi er enn þungt haldinn af völdum lungnabólgu er hann fékk í kjölfar þess er hann var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm um miðjan mánuðinn til meðhöndlunar berkjubólgu, eða bronkítis.

Greinir Vatíkanið frá þessu í tilkynningu í dag auk þess sem þar segir að þessi æðsti embættismaður kaþólsku kirkjunnar, sem er 88 ára gamall, hafi átt erfitt um andardrátt í morgun og blóðrannsóknir sýnt hvort tveggja blóðflagnafæð og blóðleysi sem orðið hafi til þess að gefa þurfti Frans blóð.

Læknar páfa greindu frá því á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ekki í lífsháska en heldur ekki úr hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert