Frans páfi er enn þungt haldinn af völdum lungnabólgu er hann fékk í kjölfar þess er hann var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm um miðjan mánuðinn til meðhöndlunar berkjubólgu, eða bronkítis.
Greinir Vatíkanið frá þessu í tilkynningu í dag auk þess sem þar segir að þessi æðsti embættismaður kaþólsku kirkjunnar, sem er 88 ára gamall, hafi átt erfitt um andardrátt í morgun og blóðrannsóknir sýnt hvort tveggja blóðflagnafæð og blóðleysi sem orðið hafi til þess að gefa þurfti Frans blóð.
Læknar páfa greindu frá því á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ekki í lífsháska en heldur ekki úr hættu.