Trump rak æðsta yfirmann bandaríska hersins

Charles Brown var sagt upp úr stöðu æðsta yfirmanns bandaríska …
Charles Brown var sagt upp úr stöðu æðsta yfirmanns bandaríska hersins í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær Charles „CQ“ Brown, æðsta yfirmann bandaríska hersins. Uppsögnin er liður í meiriháttar breytingu á forystu hersins. 

Trump gaf enga skýringu á uppsögninni, en Brown hafði aðeins lokið við tvö ár af fjögurra ára ráðningartímabili sínu sem yfirmaður bandaríska herráðsins (JCS).

Var tilnefndur í hlutverkið af Joe Biden

Uppsögnin kemur í kjölfar fjölda uppsagna ríkisstarfsmanna og ráðstafana forsetans til að leggja niður ríkisstofnanir. 

Brown hafði verið tilnefndur í þetta embætti af Joe Biden, fyrrverandi bandaríkjaforseta. 

Hafði þjónustað landinu í yfir 40 ár

Trump þakkaði Brown fyrir „yfir 40 ára þjónustu sína við landið okkar“ í færslu sinni á samfélagsmiðlinum Truth Social og lýsti honum sem „fínum heiðursmanni og framúrskarandi leiðtoga“. 

Eftir morðið á George Floyd árið 2020, sem var myrtur af hvítum lögreglumanni í Minnesota, tók Brown upp tilfinningaþrungið myndband um persónulega reynslu sína af mismunun, meðal annars í bandaríska hernum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert