Bresk hjón á áttræðisaldri í höndum Talíbana

Afganskur drengur nærri rústum Bamiyan-Búddastyttanna en Talíbanar lögðu stytturnar í …
Afganskur drengur nærri rústum Bamiyan-Búddastyttanna en Talíbanar lögðu stytturnar í rúst árið 2001. AFP/Ahmad Sahel Arman

Bresk hjón á átt­ræðis­aldri hafa verið hand­tek­in af Talíbön­um í Af­gan­ist­an. Sunday Times grein­ir frá.

Hjón­in Peter Reynolds, 79 ára, og Barbie, 75 ára, voru á heim­leið í Bamiy­an þann 1. fe­brú­ar þegar þau voru hneppt í varðhald.

Ekki er vitað ná­kvæm­lega fyr­ir hvað hjón­in voru hand­tek­in en frá ár­inu 2009 hafa þau rekið þjálf­un­ar­verk­efni í fimm skól­um í Kabúl og eitt verk­efni í Bamiy­an þar sem mæðrum og börn­um er veitt þjálf­un.

Höfðu þau fengið samþykki fyr­ir verk­efn­inu af bæj­ar­yf­ir­völd­um, þrátt fyr­ir bann talíbana við því að kon­ur hefðu at­vinnu og við mennt­un stúlkna eldri en 12 ára.

Gift­ust í Kabúl árið 1970

Hjón­in kynnt­ust upp­haf­lega í Há­skól­an­um í Bath á Englandi en þau gift­ust í Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­an, árið 1970.

Þegar Talíban­ar tóku aft­ur við völd­um í ág­úst 2021 yf­ir­gaf stærst­ur hluti starfs­fólks þeirra landið, ásamt flest­um Vest­ur­landa­bú­um, en Reynolds-hjón­in héldu kyrru fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert