Fulltrúi Bandaríkjanna til viðræðna um vopnahlé á Gasa

Steve Witkoff, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.
Steve Witkoff, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. AFP

Steve Witkoff, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, mun fara þangað til fundar í vikunni til þess að tryggja áframhaldandi vopnahlé á Gasa. 

„Það er mikilvægt að fyrsti áfangi vopnahlésins verði framlengdur og ég mun fara og semja um það núna í vikunni,“ sagði Witkoff í samtali við CNN.

Hamas-samtökin hafa hótað því að rjúfa vopnahléið sökum þess að Ísraelsmenn hafa ekki enn sleppt öllum þeim föngum sem þeir höfðu samþykkt að gera. Ísraelsmenn bera fyrir sig að Hamas hafi brotið vopnahléið með því að afhenta ekki líkið af Shiri Bibas í gær.

Spurður hvort hann telji að Benjamín Netanjahú vilji halda vopnahléinu áfram segir Witkoff að hann telji svo vera. 

„Ég held að Netanjahú vildi halda vopnahléinu áfram enda er nokkuð ljóst að hann vilji að gíslunum verði sleppt. Netanjahú vill þó líka verja Ísrael og ég tel því ljóst að hann mun ekki geta með neinu móti sætt sig við það að Hamas taki nokkurn þátt í stjórn á Gasasvæðinu til frambúðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert