Kallar eftir samstöðu Evrópu og Bandaríkjanna

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir samstöðu Evrópu og Bandaríkjanna.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir samstöðu Evrópu og Bandaríkjanna. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir samstöðu á milli Evrópu og Bandaríkjanna til þess að hægt sé að koma á langvarandi friði í Úkraínu. Selenskí sagði þetta í tilkynningu á samfélagsmiðlinum Telegram. 

Þetta kemur í kjölfar ummæla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta en hann kallaði Selenskí meðal annars einræðisherra í vikunni.

Rússar gerðu stærstu drónaárás frá upphafi stríðsins nú í nótt en Rússar skutu 267 drónum á Úkraínu, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Á morgun verða liðin þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert