Kristilegir demókratar stærstir: AfD í sókn

Merz er líklega næsti kanslari Þýskalands.
Merz er líklega næsti kanslari Þýskalands. AFP/Alexandra Beier

Kristilegir demókratar og systurflokkar þeirra í Bæjaralandi (CDU/CSU) eru sigurvegarar þýsku kosninganna miðað við fyrstu útgönguspár. Þjóðernisflokkurinn AfD er næststærstur. 

Samkvæmt útgönguspám þá eru Kristilegri demókratar með á bilinu 28,5%-29% fylgi en kjörstaðir loka klukkan 18. Friederich Merz, leiðtogi flokksins, verður því að öllum líkindum næsti kanslari Þýskalands. 

Annar valkostur fyrir Þýskaland, AfD, er með 19,5%-20% fylgi samkvæmt útgönguspám og tvöfaldar þannig fylgi sitt frá síðustu þingkosningum. 

Jafnaðarmenn fá útreið

„Við höfum náð sögulegum úrslitum,“ sagði Alice Weidel, kanslaraefni AfD, í kjölfar þess að útgönguspáin var birt. 

Jafnaðarmannaflokkur Þýskalandskanslara, Olaf Scholz, fær slæma útreið í kosningunum, eða aðeins 16% fylgi. Vinstri grænir fá 13,5%.

Útgönguspáin er framkvæmd af ríkismiðlunum ARD and ZDF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert