Pútín segir Guð hafa treyst Rússum fyrir „verkefninu“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er hér ásamt Andrei Belúsov, varnarmálaráðherra Rússlands, …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er hér ásamt Andrei Belúsov, varnarmálaráðherra Rússlands, við athöfn dagsins. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í dag að Guð hafi úthlutað Rússum því verkefni að verja Rússland. Þessi orð lét Pútín falla við athöfn þar sem hermönnum voru afhent verðlaun fyrir þátttöku sína í Úkraínustríðinu.

„Örlögin réðu þessu og Guð treysti þjóðinni okkar fyrir þessu verkefni sem er jafn erfitt og það er göfugt,“ sagði Pútin er hann ávarpaði þá hermenn sem voru verðlaunaðir. 

Á morgun verða liðin þrjú ár frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Viðræður um frið hafa verið í gangi á milli Rússa og Bandaríkjamanna en þær hafa verið gagnrýndar vegna þess að sjónarmið Úkraínumanna hafa ekki fengið að heyrast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert