Beint: Leiðtogar mættir til Úkraínu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er í Kænugarði.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er í Kænugarði. AFP

Leiðtogar Evrópuríkja og fleiri ríkja, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, eru mættir til Kænugarðs í Úkraínu til að sýna Úkraínumönnum samstöðu og stuðning en í dag eru þrjú ár liðin frá innrás Rússa í Úkraínu.

„Hér eru leiðtog­ar fyrst og fremst komn­ir til að sýna sam­stöðu með Úkraínu. Þetta mark­ar þrjú ár frá upp­hafi stríðsins en það hef­ur líka gengið mikið á í alþjóðamál­um á und­an­förn­um dög­um og vik­um og það skipt­ir máli að hingað mæti fólk og sýni að það standi með Úkraínu í þessu stríði,“ sagði Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is í Kænugarði í morgun.

Líklegt er að samið verði um vopnahlé á þessu ári en Rússar vilja varanleg yfirráð yfir landvinningum sínum og óvíst hvernig vopnahlé verður tryggt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert