Loftvarnaflautur óma nú í Kænugarði og tilkynningar hafa verið sendar í síma allra í borginni. Allir helstu þjóðarleiðtogar Evrópu og fleiri ríkja eru saman komnir í borginni til að funda um málefni Úkraínu.
Þrjú ár eru í dag síðan allsherjarinnrás Rússa inn í landið hófst. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á ráðstefnunni.
Í tilkynningunni segir að allir skuli halda í næsta loftvarnabyrgi.
Rúmum 20 mínútum síðar kom önnur tilkynning þess efnis að hættan væri liðin hjá.
Fréttin hefur verið uppfærð.