Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sátu fyrir svörum á sameiginlegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum í dag.
Á fundinum kom meðal annars fram að Trump væri að brjóta upp „vitlausa“ utanríkisstefnu Bandaríkjanna og að Macron sagði mögulegan frið ekki mega þýða uppgjöf Úkraínu.
Eins og mbl.is greindi frá funduðu starfsbræðurnir í dag og áttu þeir meðal annars fjarfund með leiðtogum G7-ríkjanna, sjö stærstu iðnríkja heims.
Donald Trump forseti segist vera að brjóta upp hefðbundna utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann kallaði „mjög vitlausa“.
„Ríkisstjórnin mín er að gera ákveðna breytingu á utanríkisstefnu fyrri ríkisstjórna.“
„Ég bauð mig fram gegn mjög vitlausri utanríkisstefnu," sagði Trump á blaðamannafundinum.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði mögulegan frið ekki mega þýða uppgjöf Úkraínu og varaði við heimi þar sem „lög þeirra sterkustu“ sigra.
„Þessi friður getur ekki þýtt uppgjöf Úkraínu,“ sagði Macron á sameiginlegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Úkraína „hefur barist undanfarin ár fyrir sjálfstæði sínu og fullveldi sínu, en einnig fyrir sameiginlegu öryggi okkar,“ sagði Macron.
„Ég held að enginn í þessu herbergi vilji búa í heimi þar sem lög þeirra sterkustu ráða og hægt er að brjóta á alþjóðlegum landamærum frá degi til dags.“
Macron sagðist styðja viðræður Donalds Trumps við Rússland en hvatti hann til að styðja möguleikann á evrópskri hersveit sem nokkurskonar öryggistryggingu.
„Við viljum skjótan samning en ekki viðkvæman,“ sagði Macron á blaðamannafundinum.
Aðeins vikum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir þremur árum hafði Macron flogið til Moskvu og reynt að draga úr Vladimír Pútín Rússlandsforseta án árangurs. Hann sleit þá fljótlega sambandi sínu við Pútín, eins og þáverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden.
Macron sagði það mikla breytingu að ný ríkisstjórn væri tekin við Bandaríkjunum.
„Það er góð ástæða fyrir Trump forseta að mynda aftur samband við Pútín forseta,“ sagði Macron.
Macron talaði einnig um reynslu Evrópu af samningaviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu fyrir áratug.
„Árið 2014 sömdu forverar okkar um frið við Pútín forseta, en vegna skorts á tryggingum og sérstaklega öryggistryggingum braut Pútín forseti þennan frið,“ sagði Macron.
„Þannig að þetta er ástæðan fyrir því að styrkur og fælingargeta eru eina leiðin til að vera viss um að virt verði samninginn.“
Macron hefur talað um að senda franska hermenn til Úkraínu til að varðveita friðinn og sagði það mikilvægt fyrir Bandaríkin að veita stuðning.
„Margir af evrópskum samstarfsmönnum mínum eru tilbúnir til þátttöku, en við þurfum á þessu bandaríska öryggi að halda, það er hluti af trúverðugleika öryggisábyrgðanna,“ sagði hann.
Trump og Biden útilokuðu báðir að senda bandaríska hermenn til Úkraínu og Trump hefur þrýst á um að Kænugarður skrifi undir samning um að afhenda Bandaríkjunum jarðefnaauð.
„Ég held að við ættum aldrei að segja „ég mun aldrei senda stígvél á jörðina“, vegna þess að þú gefur óútfyllta ávísun til að brjóta hvers kyns skuldbindingar,“ sagði Macron.