Fjórir létust þegar brú hrundi

Björgunaraðilar á vettvangi.
Björgunaraðilar á vettvangi. AFP

Í það minnsta fjórir létust og sjö eru alvarlega slasaðir eftir að brú hrundi á hraðbraut í Suður-Kóreu.

Atvikið átti sér stað í Anseong, sem eru 65 kílómetra suður af höfuðborginni Seúl. Eins manns er saknað og stendur leit yfir að honum.

Suður-kóreska fréttastofan Yonhap segir að 50 metra langir stálbitar, sem áttu að halda brúnni uppi, hafi hrunið einn af öðrum. Þeir sem létust voru allir að vinna undir brúnni.

Meira en 8.000 vinnutengd dauðsföll áttu sér stað í Suður-Kóreu á árunum 2020 til 2023, samkvæmt upplýsingum frá vinnumálaráðuneyti Seúl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert