Karlmaður á tvítugsaldri skotinn til bana

Sænska lögreglan handtók tvo menn sem eru grunaðir um verknaðinn.
Sænska lögreglan handtók tvo menn sem eru grunaðir um verknaðinn. mbl.is/Gunnlaugur

Karlmaður á tvítugsaldri var skotinn til bana með nokkrum skotum í Alby suður af Stokkhólmi í gærkvöldi.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá.

Tveir menn hafa verið handteknir grunaðir um hlutdeild að verknaðinum en lögreglan fékk tilkynningu um skotárásina seint í gærkvöldi.

Lögreglan fann manninn með skotsár í íbúðarhverfi og lést hann af sárum sínum á sjúkrahúsi í nótt.

Að sögn lögreglu er of snemmt að segja til um það hvort hinir grunuðu tengjast glæpagengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert