Að minnsta kosti 46 fórust þegar súdönsk herflugvél hrapaði í flugtaki í íbúðahverfi í útjaðri Khartoum í Súdan.
Frá þessu greinir súdanski herinn í yfirlýsingu en bæði hermenn og óbreyttir borgarar létust í slysinu og voru tíu manns fluttir slasaðir á nærliggjandi sjúkrahús.
Antonov-flugvélin fórst á þriðjudagskvöld nálægt Wadi Seidna-flugstöðinni, einni stærstu herstöð hersins í Omdurman, norðvestur af höfuðborginni, Khartoum.
Vitni lýstu því að hafa heyrt háværa sprengingu og séð nokkur heimili skemmd á svæðinu. Slysið olli einnig rafmagnsleysi í nærliggjandi hverfum.
Enn er óljóst hvað olli slysinu.
A Sudanese military Antonov aircraft crashed in Omdurman, north of Khartoum, on Tuesday evening, killing the crew and several military personnel on board. Eyewitnesses said at least five civilians on the ground were also killed and dozens injured when debris from the plane struck… pic.twitter.com/PS733snFLg
— Sudan Tribune (@SudanTribune_EN) February 26, 2025