Tveggja ára stúlka lést úr fuglaflensu í Kambódíu og er þetta annað dauðsfallið af völdum fuglaflensu í Suðaustur-Asíu á þessu ári.
Stúlkan fékk vírusinn þegar hún lék sér nálægt veikum hænsnum á heimili sínu í suðausturhluta Prey Veng-héraðs. Hún fékk hita og hósta og þjáðist af öndunarerfiðleikum og lést í gær að sögn heilbrigðisráðuneytis Kambódíu.
Í ljós kom að stúlkan hafði smitast af H5M1-fuglaflensu en 15 hænsni drápust og nokkur eru veik.
Heilbrigðisyfirvöld í Kambódíu vara við því að fuglaflensan sé áfram ógn í landinu en verið er að rannsaka upptök vírussins sem olli dauða stúlkunnar.
Í síðasta mánuði lést 28 ára kambósískur karlmaður úr fuglaflesnu eftir að hafa borðað sýkt kjúklingakjöt.