„ESB var ekki stofnað til að svindla á neinum“

Donald Tusk og Donald Trump.
Donald Tusk og Donald Trump. AFP

Don­ald Tusk, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands, hafn­ar þeim um­mæl­um sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur látið falla um að Evr­ópu­sam­bandið (ESB) „hafi verið stofnað til að svindla á Banda­ríkj­un­um“.

Trump hef­ur hótað að leggja á 25% tolla á inn­flutt­ar vör­ur frá ESB en mik­il spenna hef­ur verið í sam­skipt­um Banda­ríkj­anna og Evr­ópu í kjöl­far þess­ara hót­ana. 

„Ver­um bara heiðarleg. Evr­ópu­sam­bandið var stofnað til að svindla á Banda­ríkj­un­um,“ sagði Trump við blaðamenn í Washingt­on í gær.

„Það er til­gang­ur þess og þeir hafa staðið sig mjög vel í því,“ bætti Trump við. 

Tusk, sem er fyrr­ver­andi for­seti Evr­ópuráðsins, mót­mælti þess­um um­mæl­um í færslu sem hann birti á X. „ESB var ekki stofnað til að svindla á nein­um,“ skrifaði Tusk.

Verða að koma í veg fyr­ir „heimsku­legt“ viðskipta­stríð

„Þvert á móti. Það var stofnað til að viðhalda friði, tryggja virðingu á milli ríkja, til að stuðla að frjáls­um og sann­gjörn­um viðskipt­um og til að styrkja vinátt­una yfir Atlants­hafið. Það er ekki flókn­ara en svo,“ skrifaði Tusk. 

Pól­land fer nú með for­mennsku í ráðherr­aráði ESB. 

Fyrr í þess­um mánuði sagði Tusk að menn yrðu að gera allt sem í sínu stæði til að koma í veg fyr­ir „al­gjör­lega óþarft og heimsku­legt“ viðskipta­stríð. 

Fram­kvæmda­stjórn ESB hef­ur sagt að sam­bandið muni bregðast við fljótt og af festu fari svo að Trump leggi á nýja tolla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert