Yfirmenn Evrópusambandins, Ursula von der Leyen og Antonio Costa, áréttuðu óyggjandi stuðning Evrópu við Úkraínu í kjölfar þess að Volodimír Selenskí Úkraínuforseta var vísað á dyr í Hvíta húsinu í kjölfar fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta.
„Þú ert aldrei einn,“ sögðu þau við Selenskí í sameiginlegri yfirlýsingu frá sambandinu.
„Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus,“ sagði þar enn fremur.
„Við munum halda áfram að vinna með þér að réttlátum og varanlegum friði.“