ESB: „Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus“

„Við munum halda áfram að vinna með þér að réttlátum …
„Við munum halda áfram að vinna með þér að réttlátum og varanlegum friði,“ segir ESB. AFP/Saul Loeb

Yfirmenn Evrópusambandins, Ursula von der Leyen og Antonio Costa, áréttuðu óyggjandi stuðning Evrópu við Úkraínu í kjölfar þess að Volodimír Selenskí Úkraínuforseta var vísað á dyr í Hvíta húsinu í kjölfar fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Þú ert aldrei einn,“ sögðu þau við Selenskí í sameiginlegri yfirlýsingu frá sambandinu.

„Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus,“ sagði þar enn fremur.

„Við munum halda áfram að vinna með þér að réttlátum og varanlegum friði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert