Kristrún: Við munum ekki hætta að styðja ykkur

„Kæri Selenskí. Þú hefur allan okkar stuðning á veginum að …
„Kæri Selenskí. Þú hefur allan okkar stuðning á veginum að réttlátum og varanlegum frið. Við munum ekki gefast upp á ykkur. Slava Ukraini,“ skrifaði Kristrún á samfélagsmiðla. Samsett mynd/AFP

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur lýst yfir stuðningi Íslenska ríkisins við Úkraínu, í kjölfar fundar Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta og Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta.

Trump og varaforseti hans, J.D. Vance, gagnrýndu Selenskí fyrir að vera ekki „þakklátur“ og að hafa „vanvirt“ Bandaríkin, Trump sakaði hann síðan um „að vera ekki tilbúinn í frið“.

„Kæri Selenskí. Þú hefur allan okkar stuðning á veginum að réttlátum og varanlegum friði. Við munum ekki hætta að styðja ykkur. Slava Ukraini,“ skrifaði Kristrún á samfélagsmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert