Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur lýst yfir stuðningi Íslenska ríkisins við Úkraínu, í kjölfar fundar Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Trump og varaforseti hans, J.D. Vance, gagnrýndu Selenskí fyrir að vera ekki „þakklátur“ og að hafa „vanvirt“ Bandaríkin, Trump sakaði hann síðan um „að vera ekki tilbúinn í frið“.
„Kæri Selenskí. Þú hefur allan okkar stuðning á veginum að réttlátum og varanlegum friði. Við munum ekki hætta að styðja ykkur. Slava Ukraini,“ skrifaði Kristrún á samfélagsmiðla.
Dearest @ZelenskyyUa. You have our full support on the pathway to a just and lasting peace. We won’t give up on you. Slava Ukraini 🇺🇦🇮🇸
— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) February 28, 2025