„Leiðin að hernámi Rússa á öllu meginlandi Evrópu“

Denis Smíhal forsætisráðherra Úkraínu.
Denis Smíhal forsætisráðherra Úkraínu. AFP

Denis Smíhal, forsætisráðherra Úkraínu, segir frið við Rússa án trygginga fyrir öryggi Úkraínu „ekki mögulegan“.

„Friður án trygginga er ekki mögulegur. Vopnahlé án trygginga er leiðin að hernámi Rússa á öllu meginlandi Evrópu,“ skrifar Smíhal á X eftir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodimírs Selenskí Úkraínuforseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert