Maður á tíræðisaldri grunaður um að hafa myrt tvo

Belgíska lögreglan.
Belgíska lögreglan. AFP

Karlmaður á tíræðisaldri er grunaður um að hafa stungið tvo aldraða íbúa á hjúkrunarheimili í Dentergem í Belgíu til bana.

Þá berst einn íbúi hjúkrunarheimilisins fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir árásina en fórnarlömbin eru einnig á tíræðisaldri.

Hinn grunaði árásarmaður var handtekinn en hann er einn vistmanna á hjúkrunarheimilinu. Lögreglan og yfirvöld í Dentergem hafa ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert