Orban þakkar Trump

„Sterkir menn búa til frið, veikir menn búa til stríð,“ …
„Sterkir menn búa til frið, veikir menn búa til stríð,“ sagði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Samsett mynd/AFP

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, þakkaði Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að standa „hugrakkur fyrir friði“ í kjölfar fundarins í Hvíta húsinu í dag með leiðtogum Úkraínu og Bandaríkjanna. 

Trump og J.D. Vance varaforseti hans helltu sér yfir Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á fundinum og var Selenskí að lokum vísað á dyr.

„Sterkir menn búa til frið, veikir menn búa til stríð. Í dag stóð @realDonaldTrump forseti hugrakkur fyrir friði. Jafnvel þótt það væri erfitt fyrir marga að melta það. Þakka þér fyrir, herra forseti!“ skrifaði Orban í færslu á samfélagsmiðlum.

Fjölmargir stjórnmálamenn hins vestræna heims hafa lýst yfir stuðningi við Selenskí og Úkraínu­ eftir að fund­in­um í Hvíta hús­inu lauk, þar á meðal Þorgerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert