„Ósvífna svínið fékk loksins alvöru skell“

Selenskí og Trump áttu fund í Hvíta húsinu.
Selenskí og Trump áttu fund í Hvíta húsinu. AFP

Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og dyggur stuðningsmaður forsetans Vladimírs Pútín, virðist ánægður með hvernig komið var fram við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á forsetaskrifstofu Hvíta hússins í dag.

Orðaskipti Selenskís, forsetans Donalds Trump og varaforsetans J.D. Vance hafa vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að gestgjafarnir tveir sögðu hann vanþakklátan og sökuðu hann um vanvirðingu í garð Bandaríkjanna.

Segir Trump hafa rétt fyrir sér

„Ósvífna svínið fékk loksins alvöru skell á forsetaskrifstofunni,“ skrifar Medvedev á X.

Vitnar hann einnig til orða Trumps á fundinum sem var að hluta fyrir opnum tjöldum að venju:

„Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: Stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka