Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir land sitt standa með stríðshrjáðri Úkraínu, eftir spennuþrunginn fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodimírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í dag.
„Úkraína, Spánn stendur með þér,“ skrifaði Sanchez á samfélagsmiðlum.
Hann hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínu frá innrás Rússa árið 2022 og hét því að styrkja landið um milljarð evra í heimsókn til Kænugarðs í vikunni.