Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur gefið út stutta yfirlýsingu í kjölfar fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu, þar sem við lá að upp úr syði fyrr í dag.
Þakkar hann þar Bandaríkjunum fyrir þeirra stuðning og fyrir að hafa tekið á móti honum.
Segist hann einnig þakka forsetanum, þinginu og bandarísku þjóðinni.
„Úkraína þarf réttlátan frið til frambúðar, og við erum að vinna einmitt að því.“
Trump hefur sjálfur sagt eftir fundinn að hann telji Selenskí ekki reiðubúinn í frið.
Vísaði hann Úkraínuforsetanum á dyr og sagði hann hafa vanvirt Bandaríkin á fundinum.
Thank you America, thank you for your support, thank you for this visit. Thank you @POTUS, Congress, and the American people.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 28, 2025
Ukraine needs just and lasting peace, and we are working exactly for that.