Selenskí færir þakkir til Bandaríkjanna

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur gefið út stutta yfirlýsingu í kjölfar fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu, þar sem við lá að upp úr syði fyrr í dag.

Þakkar hann þar Bandaríkjunum fyrir þeirra stuðning og fyrir að hafa tekið á móti honum.

Segist hann einnig þakka forsetanum, þinginu og bandarísku þjóðinni.

„Úkraína þarf réttlátan frið til frambúðar, og við erum að vinna einmitt að því.“

Segir Selenskí ekki reiðubúinn

Trump hefur sjálfur sagt eftir fundinn að hann telji Selenskí ekki reiðubúinn í frið.

Vísaði hann Úkraínuforsetanum á dyr og sagði hann hafa vanvirt Bandaríkin á fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka