Trump: Selenskí vanvirti Bandaríkin

Trump og Selenskí á skrifstofu forsetans.
Trump og Selenskí á skrifstofu forsetans. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu eftir fund hans og Volodimírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu, þar sem Trump og varaforsetinn J.D. Vance fóru hörðum höndum um gest þeirra.

„Við áttum mjög þýðingarmikinn fund í Hvíta húsinu í dag,“ segir í yfirlýsingunni.

Segir Selenskí ekki tilbúinn fyrir frið

Trump segir því næst að margt hafi lærst sem aldrei hefði getað skilist án þess að fram færu viðræður undir slíkum þrýstingi.

„Það er ótrúlegt hvað kemur út í gegnum tilfinningar, og ég hef ákveðið að Selenskí forseti sé ekki reiðubúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og okkar þátttaka gefi honum mikið forskot í samningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni.

„Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann vanvirti Bandaríki Norður-Ameríku á hinni dýrmætu skrifstofu forsetans (e. Oval Office). Hann getur komið til baka þegar hann er reiðubúinn fyrir frið.“

Yfirlýsing forsetans var gefin út á miðli hans, Truth Social.
Yfirlýsing forsetans var gefin út á miðli hans, Truth Social. Skjáskot/Truth Social
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka