Trump vísar Selenskí á dyr: Blaðamannafundi aflýst

Donald Trump fyrr í dag þegar hann tók á móti …
Donald Trump fyrr í dag þegar hann tók á móti Selenskí við komuna í Hvíta húsið. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur yfirgefið Hvíta húsið að beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Blaðamannafundi, sem halda átti eftir fund leiðtoganna, hefur verið aflýst.

Fjölmiðlar vestanhafs herma að Trump hafi vísað Selenskí á dyr í kjölfar þess að nær upp úr sauð á fundi þeirra á forsetaskrifstofunni fyrir opnum tjöldum.

Í yfirlýsingu Trumps segir forsetinn að Selenskí geti komið til baka þegar hann sé reiðubúinn fyrir frið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka