Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur rætt bæði við Volodimírs Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir hitafund þeirra tveggja síðarnefndu í Hvíta húsinu í gær, þar sem næstum sauð uppúr á milli þeirra. BBC greinir frá.
Starmer ítrekaði óhagganlegan stuðning við Úkraínu og hét því að gera hvað hann gæti til að stuðla að langavarandi friði í landinu.
Trump vísaði Selenskí á dyr í kjölfar fundarins í gær en þá höfðu hann og J.D Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagt hann vanþakklátan og sakað um vanvirðingu í garð Bandaríkjanna. Blaðamannafundi sem halda átti var aflýst.
Starmer hefur boðað leiðtoga Evrópuríkja til fundar í London á morgun, þar sem meðal annars á að ræða hvernig binda eigi enda á stríðið í Úkraínu.
Gert er ráð fyrir að Selenskí fari til London á morgun og fundi með Starmer fyrir fund leiðtoganna.