Selenskí þakkar leiðtogum stuðninginn

Selenskí hefur þakkað fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum X.
Selenskí hefur þakkað fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum X. AFP/Saul Loeb

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu hef­ur þakkað fjölda leiðtoga banda­lagsþjóða fyr­ir stuðning­inn, eft­ir að Banda­ríkja­for­seti sagði hann vanþakk­lát­an og sakaði um að van­v­irða Banda­rík­in, áður en hann rak hann á dyr í Hvíta hús­inu í gær. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Selenskí hef­ur skrifað stutta þakk­arkveðju við færslu að minnsta kosti 30 leiðtoga sem lýst hafa yfir óhagg­an­leg­um stuðningi við Úkraínu á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Þrátt fyr­ir sér­kenni­lega uppá­komu í Hvíta hús­inu og held­ur hrana­lega fram­komu Don­alds Trumps og JD Vance vara­for­seta Banda­ríkj­anna gaf Selenskí frá sér stutta yf­ir­lýs­ingu í gær þar sem hann þakkaði Banda­ríkj­un­um stuðning­inn og fyr­ir að hafa tekið á móti sér.

Þá þakkaði hann for­seta Banda­ríkj­anna og banda­rísku þjóðinni.

Ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Andrii Sybiha, þakkaði einnig banda­lagsþjóðum fyr­ir stuðning­inn á sam­fé­lags­miðlum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert