Selenskí þakkar leiðtogum stuðninginn

Selenskí hefur þakkað fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum X.
Selenskí hefur þakkað fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum X. AFP/Saul Loeb

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur þakkað fjölda leiðtoga bandalagsþjóða fyrir stuðninginn, eftir að Bandaríkjaforseti sagði hann vanþakklátan og sakaði um að vanvirða Bandaríkin, áður en hann rak hann á dyr í Hvíta húsinu í gær. AFP-fréttastofan greinir frá.

Selenskí hefur skrifað stutta þakkarkveðju við færslu að minnsta kosti 30 leiðtoga sem lýst hafa yfir óhagganlegum stuðningi við Úkraínu á samfélagsmiðlinum X.

Þrátt fyrir sérkennilega uppákomu í Hvíta húsinu og heldur hranalega framkomu Donalds Trumps og JD Vance varaforseta Bandaríkjanna gaf Selenskí frá sér stutta yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði Bandaríkjunum stuðninginn og fyrir að hafa tekið á móti sér.

Þá þakkaði hann forseta Bandaríkjanna og bandarísku þjóðinni.

Utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Sybiha, þakkaði einnig bandalagsþjóðum fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert