Starmer: „Þú ert mjög, mjög velkominn hér“

„Þú ert mjög, mjög velkominn hér í Downing Street,“ sagði …
„Þú ert mjög, mjög velkominn hér í Downing Street,“ sagði Starmer við Selenskí. AFP/Ben Stansall

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, bauð Volodimír Selenskí Úkraínuforseta hjartanlega velkominn á skrifstofu sína í Downing Street í dag.

„Þú ert mjög, mjög velkominn hér í Downing Street,“ sagði Starmer við Selenskí.

„Eins og þú hefur heyrt frá gleðiópunum úti á götu hér fyrir utan, þá ertu með fullan stuðning um allt Bretland og við stöndum með þér, með Úkraínu, eins langan tíma og það getur tekið.“

Starmer sagði báða leiðtogana vilja ná varanlegum frið fyrir Úkraínu, …
Starmer sagði báða leiðtogana vilja ná varanlegum frið fyrir Úkraínu, byggðan á fullveldi og öryggi fyrir Úkraínu, sagði hann það mikilvægt fyrir Evrópu og fyrir Bretland. AFP/Peter Nicholls

Við treystum á stuðning ykkar“

Starmer sagði báða leiðtogana vilja ná varanlegum friði fyrir Úkraínu, byggðan á fullveldi og öryggi fyrir Úkraínu, sagði hann það mikilvægt fyrir Evrópu og fyrir Bretland.

Selenskí svaraði og sagðist hafa tekið eftir hundruðum stuðningsmanna fyrir utan Downing-stræti.

„Ég vil þakka ykkur, íbúum Bretlands, fyrir svo mikinn stuðning frá upphafi þessa stríðs,“ bætti hann við.

„Ég er mjög ánægður með að hans hátign konungurinn samþykkti fund minn á morgun og við erum mjög ánægð í Úkraínu að við eigum svona stefnumótandi samstarfsaðila.

Við treystum á stuðning ykkar.“

Þeir funduðu í um 75 mínútur og föðmuðust þegar Starmer fylgdi Selenskí að bílnum hans.

„Ég vil þakka ykkur, íbúum Bretlands, fyrir svo mikinn stuðning …
„Ég vil þakka ykkur, íbúum Bretlands, fyrir svo mikinn stuðning frá upphafi þessa stríðs,“ bætti hann við. AFP/Ben Stansall
Þeir funduðu í um 75 mínútur og föðmuðust þegar Starmer …
Þeir funduðu í um 75 mínútur og föðmuðust þegar Starmer fylgdi Selenskí að bílnum hans. AFP/Ben Stansall
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert