Outlook, tölvupóstkerfi Microsoft, liggur niðri hjá fjölda notenda.
Ekki hefur komið fram tilkynning frá fyrirtækinu um að um bilun sé að ræða, en kvartanir flæða nú um samfélagsmiðla um bilunina.
Samkvæmt vefsíðunni Downdetector hafa borist tæplega 40.000 kvartanir síðasta klukkutímann um að tölvupóstþjónustan virki ekki.
Uppfært klukkan 21.48:
Svo virðist sem Outlook sé komið í lag. Ekki hafa borist tilkynningar frá Microsoft um vandræði tölvupóstskerfisins, né lagfæringar þar á.
Uppfært klukkan 22.37:
Tæknimenn Microsoft telja sig vera búna að finna orsök bilunarinnar. Hafa þeir jafnframt gert bætur á.
Er nú fylgst grannt með því hvort Outlook sé komið í sitt venjulega horf, að því er segir í tilkynningu á X.
We've identified a potential cause of impact and have reverted the suspected code to alleviate impact. We’re monitoring telemetry to confirm recovery. Refer to MO1020913 for more detailed information.
— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) March 1, 2025