Bretar og Frakkar munu vinna að friði með Úkraínu

Selenskí og Starmer áttu fund í Lundúnum í gær.
Selenskí og Starmer áttu fund í Lundúnum í gær. AFP/Peter Nicholls

Bret­ar og Frakk­ar ætla að vinna með Úkraínu í að binda endi á stríðið í land­inu sem Rúss­ar hófu með inn­rás fyr­ir þrem­ur árum. Áformin verða kynnt Banda­ríkja­for­seta síðar.

Frá þessu greindi Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í sam­tali við BBC í dag.

„Bret­land, ásamt Frakklandi og hugs­an­lega einu eða tveim­ur öðrum ríkj­um, ætla að vinna með Úkraínu við að koma á friði í land­inu, og við mun­um ræða þá áætl­un við Banda­rík­in,“ sagði Star­mer við BBC.

Hann átti fund með Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í gær og í dag munu leiðtog­ar tuga Evr­ópu­ríkja funda í Lund­ún­um um mál­efni Úkraínu og hvernig megi binda enda á stríðið í land­inu. Selenskí mun einnig sitja þann fund.

Verða að finna leið til að geta unnið sam­an

Boðað var til fund­ar­ins á föstu­dags­morg­un, áður en hita­fund­ur Selenskís og Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta átti sér stað í Hvíta hús­inu. Þar má segja að bæði Trump og JD Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hafi niður­lægt Selenskí, en þeir sögðu hann vanþakk­lát­an og sökuðu hann um að van­v­irða Banda­rík­in. Í ljósi þeirra vend­inga þykir fund­ur­inn í dag enn mik­il­væg­ari en áður.

Star­mer sagði í sam­tali við BBC að eng­inn vildi sjá svona uppá­kom­ur á milli leiðtog­anna. Þá sagðist hann jafn­framt vera sann­færður um að Trump vildi sjá var­an­leg­an frið í Úkraínu.

Star­mer hef­ur komið fram sem ein­hvers kon­ar brú­arsmiður á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu, en hann átti fund með Trump í síðustu viku.

„Við verðum að finna leið til að geta öll unnið sam­an. Því þegar öllu er á botn­inn hvolft þá hef­ur stríð varað í þrjú ár. Nú þurf­um við að koma á var­an­leg­um friði.“

Nefndi Star­mer þrjú skil­yrði fyr­ir friði: sterk Úkraína, bæði hvað samn­ing­stöðu og hernað varðar, evr­ópsk­ar ör­ygg­is­trygg­ing­ar og að hafa Banda­rík­in sem bak­hjarl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert