Íslendingar erlendis virðast margir sakna íslenskra hefða, þar með talið bolludagsins.
Þetta segir Einar Lárus Ragnarsson, eigandi Snitten veitingastaðarins á Almoradí í Alicente-sýslu, í samtali við mbl.is.
Aðspurður segir Einar Íslendinga sækja í bollurnar töluvert meira en Spánverjarnir.
„Það eru að lang mestu leyti Íslendingarnir sem koma fyrir bollurnar.“
Á Snitten veitingastaðnum er að finna smurbrauð að danskri fyrirmynd og annan mat að íslenskum hætti.
„Þannig að það eru Íslendingar búnir að koma til mín lengi, að fá danska smurbrauðið. Ég bauð upp á bollurnar núna svona aukalega með þessu.“
Já, Íslendingar í sólinni sakna eflaust íslensku hefðanna.
„Já alveg, ég hef orðið var við það sko. Ég er líka að bjóða upp á mat frá Íslandi, alls konar fisk og kjötvörur og svoleiðis, sem að fólk getur pantað hjá mér og fengið.“
Veitingastaður Einars – Snitten – má finna á Almoradí í Alicante sýslu – sem er ekki langt frá svæðunum Torrevieja og Orihuela Costa – sem Íslendingar þekkja margir orðið vel.