Segja ákvörðun Ísraela „stríðsglæp“

Annar áfangi vopnahlés á Gaza átti að taka gildi í …
Annar áfangi vopnahlés á Gaza átti að taka gildi í dag. AFP/Bashar Taleb

Hamas-samtökin segja ákvörðun Ísraela um að stöðva flutning hjálpargagna og birgða til Gaza vera „stríðsglæp“ og brot á samkomulagi um vopnahlé. 

Í yfirlýsingu frá samtökunum er ákvörðun Benjamins Netanyahu sögð vera “ódýr leið til kúgunar, stríðsglæpur og brot á vopnahléssamkomulagi.“ 

Tilkynnt var um það í morgun að allur flutningur á hjálpargögnum og birgðum til Gaza yrði stöðvaður þar til Hamas-samtökin samþykktu að framlengja fyrsta áfanga vopnahlésins,

Fyrsta áfanga átti að ljúka í gær

Ísra­el­ar hafa samþykkt til­lögu Banda­ríkja­manna um fram­leng­ingu á fyrsta áfanga vopna­hlés­ins, en Ham­as-sam­tök­in segja að Ísra­el­ar verði að samþykkja inn­leiðingu ann­ars áfanga til að fleiri gísl­um veðri sleppt úr haldi.

Ann­ar áfangi fel­ur í sér al­gjört brott­hvarf ísra­elska hers­ins frá Gaza og að samið verði um var­an­legt vopna­hlé.

Fyrsta áfanga vopna­hlés­ins átti að ljúka í gær.

Til­laga banda­ríkja­manna fel­ur í sér fram­leng­ingu á fyrsta áfang­an­um fram yfir rama­dan, heil­ag­an föstu­mánuð múslima, og páska­hátíð gyðinga, og myndi því gilda til 20. Apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert