Evrópa verður að leiða vinnuna til að tryggja frið í Úkraínu, sagði Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, eftir fund með leiðtogum Evrópuríkja í dag.
Óskaði hann jafnframt eftir stuðningi Bandaríkjanna.
„Evrópa verður að framkvæma mestu vinnuna, en til að stuðla að friði í heimsálfu okkar, og til að ná árangri, verðum við að njóta stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Starmer.
Þá tilkynnti hann samning sem heimilar Úkraínu að nota 1,6 milljarð punda, eða því sem nemur 283 milljörðum króna, af fé breska ríkisins til að kaupa fleiri en fimm þúsund loftvarnaeldflaugar.