Stjórnvöld í Úkraínu greindu frá því í dag að þau eigi í viðræðum við evrópska bandamenn í dag um hernaðarstuðning.
Þau segja jafnframt að þau útiloki ekki frekari samningaviðræður við bandarísk yfirvöld í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að frysta hernaðarframlög til Úkraínu.
Greint var frá því fyrr í dag að Trump Bandaríkjaforseti hefði gert hlé á hernaðaraðstoð við Úkraínumenn. Þar með stöðvast allur flutningur hergagna frá Bandaríkjunum til Úkraínu.
„Við erum að fara yfir stöðu mála með evrópskum bandamönnum okkar, og að sjálfsögðu útilokum við ekki möguleikann á samningaviðræðum við bandaríska félaga okkar,“ sagði Mikhaíló Podoljak, ráðgjafi Úkraínuforseta, í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X.
Regarding Arms Supplies…
— Михайло Подоляк (@Podolyak_M) March 4, 2025
First, it is necessary to assess which specific programs will cease to function, considering that many were already in their final stages. We should also remember that some programs were approved by Congress, which involves a distinct legal procedure.…