Funda með Evrópu og vilja ræða við Bandaríkin

Stjórnvöld í Úkraínu greindu frá því í dag að þau eigi í viðræðum við evrópska bandamenn í dag um hernaðarstuðning.

Þau segja jafnframt að þau útiloki ekki frekari samningaviðræður við bandarísk yfirvöld í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að frysta hernaðarframlög til Úkraínu.

Samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu hafa verið í uppnámi eftir að …
Samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu hafa verið í uppnámi eftir að það sló í brýnu á milli þeirra Selenskí Úkraínuforseta og Trump Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á föstudag. AFP

Fara yfir stöðuna

Greint var frá því fyrr í dag að Trump Bandaríkjaforseti hefði gert hlé á hernaðaraðstoð við Úkraínumenn. Þar með stöðvast allur flutningur hergagna frá Bandaríkjunum til Úkraínu.

„Við erum að fara yfir stöðu mála með evrópskum bandamönnum okkar, og að sjálfsögðu útilokum við ekki möguleikann á samningaviðræðum við bandaríska félaga okkar,“ sagði Mikhaíló Podoljak, ráðgjafi Úkraínuforseta, í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert