Hefja rannsókn á Tate-bræðrum

Tate-bræður sæta nú einnig rannsókn í Flórída-ríki.
Tate-bræður sæta nú einnig rannsókn í Flórída-ríki. AFP/Daniel MIHAILESCU

Rík­is­sak­sókn­ari Flórída-rík­is til­kynnti fyrr í kvöld að hann hefði hafið saka­mál­a­rann­sókn á hend­ur Tate-bræðrum, sem ný­lega komu þangað frá Rúm­en­íu.

Andrew Tate og Trist­an bróðir hans komu til Banda­ríkj­anna í síðustu viku eft­ir að hafa verið í far­banni í Rúm­en­íu frá ár­inu 2022, en þar sættu þeir rann­sókn vegna ásak­ana um nauðgan­ir og man­sal. 

Var sagt að þeim hefði verið hleypt úr landi vegna þrýst­ings frá rík­is­stjórn Don­alds Trumps, og héldu bræðurn­ir þá rak­leitt til heimarík­is for­set­ans, Flórída. 

Ron DeS­ant­is rík­is­stjóri lýsti því þó strax yfir að bræðurn­ir væru ekki vel­komn­ir til rík­is­ins, og James Ut­h­meier rík­is­sak­sókn­ari sagði í gær að þeir hefðu viður­kennt op­in­ber­lega að þeir hefðu tekið þátt í „því sem lít­ur mjög mikið út fyr­ir að vera vændis­kaup, man­sal og að herja á kon­ur víða um heim“.

Sagði Ut­h­meyer að hann myndi nota öll þau ráð sem sak­sókn­ar­ar rík­is­ins hefðu til þess að tryggja að rétt­vís­in næði fram að ganga.

Tate-bræðrum er einnig ætlað að mæta fyr­ir rétt í Búkarest 24. mars næst­kom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert