Hefja rannsókn á Tate-bræðrum

Tate-bræður sæta nú einnig rannsókn í Flórída-ríki.
Tate-bræður sæta nú einnig rannsókn í Flórída-ríki. AFP/Daniel MIHAILESCU

Ríkissaksóknari Flórída-ríkis tilkynnti fyrr í kvöld að hann hefði hafið sakamálarannsókn á hendur Tate-bræðrum, sem nýlega komu þangað frá Rúmeníu.

Andrew Tate og Tristan bróðir hans komu til Bandaríkjanna í síðustu viku eftir að hafa verið í farbanni í Rúmeníu frá árinu 2022, en þar sættu þeir rannsókn vegna ásakana um nauðganir og mansal. 

Var sagt að þeim hefði verið hleypt úr landi vegna þrýstings frá ríkisstjórn Donalds Trump, og héldu bræðurnir þá rakleitt til heimaríkis forsetans, Flórída. 

Ron DeSantis ríkisstjóri lýsti því þó strax yfir að bræðurnir væru ekki velkomnir til ríkisins, og James Uthmeier ríkissaksóknari sagði í gær að þeir hefðu viðurkennt opinberlega að þeir hefðu tekið þátt í „því sem lítur mjög mikið út fyrir að vera vændiskaup, mansal og að herja á konur víða um heim“.

Sagði Uthmeyer að hann myndi nota öll þau ráð sem saksóknarar ríkisins hefðu til þess að tryggja að réttvísin næði fram að ganga.

Tate-bræðrum er einnig ætlað að mæta fyrir rétt í Búkarest hinn 24. mars næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert